Friday, December 28, 2012

Réttlæting

Er aðeins að huxa um réttlætingu. Ekki af því að ég sé að hamast við að réttlæta eitthvað :) en þetta er eitt af því sem fer um höfuðið á mér þegar ég er í fríi - ég huxa nefnilega of mikið.

Sumsé réttlæting þess sem fannst allt í lagi að drekka 2 hvítvínsglös þrátt fyrir 10 ár af edrúmennsku, þess sem fannst í lagi að keyra heim eftir 5 bjóra, þess sem fannst í lagi að kyssa sætu stelpuna í gær þrátt fyrir að eiga kærustu heima, þess sem fannst í lagi að ráðast á annan einstakling, með orðum, hnefanum nú eða einhverju öðru. Og svo framvegis.....

Sá sem drakk hvítvínsglösin 2 sannfærði sig og sína um að þetta væri allt í lagi því hann væri 10 árum eldri og reyndari og í dag réði hann vel við þetta og gæti hætt sjálfur. Sá sem keyrði heim var alveg í ástandi til að keyra, borðaði vel og það var alveg klukkutími síðan hann drakk síðasta bjórinn. Sá sem kyssti sætu stelpuna hafði rifist við kærustuna, hún var svo ósanngjörn við hann, ekki eins og hann hefði farið heim með sætu stelpunni. Sá sem réðst á aðra mannveru var að hefna sín fyrir óréttlæti sem hann eða annar varð fyrir. Hann heyrði nefnilega að viðkomandi væri skíthæll og ætlaði að sýna honum í tvo heimana. 

Réttlætingin segir ekki "ég gerði mistök og ég ætla að taka ábyrgð & afleiðingunum". Og þá er ég ekki að tala um endilega gagnvart öðrum, heldur fer réttlætingin líka fram gagnvart sjálfinu. Eigandi réttlætingarinnar setur saman kolskakka orsök og afleiðingu. Hann sjálfur verður kolskakki parturinn í orsökinni og afleiðingunni. Oft..

Og er þetta þess virði ? Hvar endar alkohólisti sem hefur talið sér trú um að hann ráði við að drekka ? Hvað ef sá sem keyrði heim slapp fram hjá löggunni en keyrði á manneskju. Kossinn í hefndarskyni endar í ferðatösku á tröppunum. Sá sem réðst á aðra mannveru skaðaði hana fyrir lífstíð er með öllu óskiljanlegt, algjörlega.

Ég er held með ást og frið. Held að skoðanir mínar séu oft á tíðum svarthvítar og fáir, gráir fletir. En þá kannske komum við aftur að umburðarlyndinu, það eru alltaf fleiri en 2 hliðar á öllum málum, kannske er eh þarna sem maður veit ekki, skilur ekki. 

Er ekki með neina niðurstöðu (andvökunótt) - en sumt liggur í augum uppi. Ekki keyra fullur. Ef þú hefur ehtíma þurft meðferð við áfengisdrykkju þá eru engar líkur til þess að þú ráðir við að drekka síðar meir. Hættu með kærustunni áður en þú kyssir sætu stelpuna. Það er aldrei ásættanlegt að ráðast á aðra manneskju hvorki með orðum né hnefum, aldrei!

hvað ætli ég fái svo á heilann næst. 

No comments:

Post a Comment