Thursday, January 17, 2013

Bækur Feigð & Húsið









Ég las Svartur á leik þegar hún kom út og hafði nokkuð gaman af henni. Næst reyndi ég við Skipið, gafst upp á henni og Stefáni Mána í leiðinni, ofurnákvæmar lýsingar gerðu ekkert fyrir mig þegar verið var að lýsa klósettferðum. Jæja, svo sagði mér eh að Feigð væri feiknagóð bók svo ég fékk hana lánaða hjá Madda vini mínum. Stutta sagan er sú að ég gleypti hana í mig og öðlaðist nýja trú á Stefáni Mána. 

Doldið skrítið var nýbúin að lesa Ósjálfrátt sem kemur inn á sömu atburði og Feigð en á allt annan hátt og að mínu viti miklu magnaðari hátt. Fór svo og skilaði Feigð og fékk Húsið í staðinn og las hana á örfáum kvöldum. Það er gaman að lesa bækur þar sem maður heldur með og fær óbeit á persónum, maður kíkir hvort eh er undir sófanum og athugar hvort það er örugglega læst þegar maður fer að sofa :) - lestur sem vekur upp tilfinningar í manni. Það er best!


Á Þorláksmessu 1979 kemur upp eldur í húsi á hæð innst í Kollafirði. Sjö ára gamall drengur kemst lífs af úr brunanum en foreldrar hans og tvö yngri systkini farast. Drengurinn er minnislaus en fær martraðir um eld, reyk og ógnvænlegan mann með hamar í hendi. Seint í nóvember 2007 er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Flest bendir til þess að um slys sé að ræða en lögreglumaðurinn er á öðru máli. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins ... 

Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson berst á hverjum degi við fortíðardrauga og feigðin kallar að honum úr öllum áttum. Hann vill gera heiminn örlítið bærilegri, hvað sem það kostar. Því bíður hann fyrir utan fangelsið þar sem út gengur óvinurinn, dópsalinn, steratröllið og undirheimahrottinn Símon Örn Rekoja. Það stefnir í æsispennandi uppgjör milli þeirra þar sem átökin berast milli Reykjavíkur og Vestfjarða.

Wednesday, January 16, 2013

Tilraunaeldhúsið

Tilraunaeldhúsið heppnaðist svona prýðilega í kvöld. Bleikja elduð í ofni, hvítlaukskartöflumús og heitt spínatsalat með sveppum, papriku, rúsínum og graskersfræjum. Átti svo heimatilbúna hvítlaukssósu sem passaði perfectly með. 

Held að tengdamóðir eigi alveg eftir að koma í tilraunaeldhús aftur :) víjúvíjú

Tuesday, January 15, 2013

Bækur Ósjálfrátt

Á síðasta ári 2012 þá las ég 81 bók með 26403 blaðsíðum - er með ofurlítið app sem heldur utan um þetta fyrir mig, það sem er kannske verra er að ég man ekki alltaf um hvað bækurnar sem ég les eru um, hef keypt bók og byrjað að lesa þegar mig fór að gruna að ég hefði lesið hana áður. Kláraði hana nú og gaf svo móður minni fyrra eintakið sem ég hafði keypt og lesið hrmfff.

Fyrsta bókin 2013 var Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur. Hún fær bilað fínar umsagnir

Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.
Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.
En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.

Þessi bók náði mér ekki. Mér fannst hún ruglingsleg og hún kallaði ekki á mig, oft les ég bækur sem ég get ekki lagt frá mér en þessi var meira svona "láttu þig hafa það að klára" - alveg fínasta afþreying en fær 2 stjörnur frá mér

Sunday, January 13, 2013

Heimarómantík

Mér hefur alltaf fundist gaman að græja allskonar heima hjá mér, gera upp gömul húsgögn, raða og endurraða dóti, og ehveginn að dundast í eh svona. Frá því að gera við gamla styttu upp í að skipta um glugga. Mér finnst þetta og allt þarna á milli skemmtilegt. Maður eignast svo mikið í hlutunum þannig. Ætla að setja nokkrar myndir frá árinu 2012 af heimilunum mínum, Undralandi & E7 - verkefni sem ég er sérlega ánægð með, en það er þema. Hvíttunarþemað ógurlega

Gamli ryðbrúni kertastjakinn varð hvítur
 Svörtu kertalugtirnar hans Eika fengu að kenna á því
 Lugtirnar og stjakinn. Gamla brúna borðið í eldhúsinu og forljóti rafmagnsskápurinn fengu líka yfirhalningu
 Gömlu bláu könnurnar, rauða sigtið og græna og brúna skjalataskan - Allt hvítt
 Ljóta brúna dádýrið alveg gullfallegt hvítt
Brúna útidyrahurðin í Undralandi fékk að kenna á því. Grái liturinn í kringum hurðina er liturinn sem húsið fær í sumar ;)
Hér er svo borðstofuborð sem við fengum á 15 þúsund á barnalandi, dökk dökkbrúnt en orðið hvítt og fagurt. Huxa reyndar að það endi með að ég læt sprautulakka borðplötuna, það mæðir svo mikið á henni lakkið er ekki alveg að gera sig.
Nýtt borð kallaði á nýja stóla, við fundum 6 stk af þessum hér fyrir neðan á barnalandi sem fengust fyrir 15 þúsund allir saman. Fór í Listadún Marco og keypti svamp í sessurnar og Godda og keypti hvítt áklæði til að yfirdekka þá 
 Hér er svo búið að græja stóla og borð - sérstaklega fagurt (að mínu mati amk)
 
Þessi fallegi stóll flutti inn til okkar. Mig langar helst að láta bólstra hann með sama áklæði, mér finnst það fallegra og fallegra með hverjum deginum, það þarf hinsvegar að laga sessuna og gefa honum smá aðhlynningu en fallegur er hann.
Það er næstum því fáránlegt hvað nýjar höldur geta gert. Skipti um höldur á stóra borðstofuskápnum, það voru brún blóm en ég fann þessar höldur í eh gramsi. Hjartað og Uglan komu heim með mér frá London þegar við vorum á leiðinni heim frá Ítalíu í haust.
Finnst þessi bananastandur stórkostlega flottur, og það er rétt að bananar endast betur upphangandi en liggjandi í körfu ....fann hann hér
Fallegi litli kjóllinn sem ég keypti í Frúnni í Hamborg á Akureyri
Síðast er svo þessi kassi sem var svartur en lenti í hvíta kastinu mínu í sumar. Hann fékk ég á sölu varnarliðseigna fyrir mjög mörgum árum en hann er bara búinn að liggja út í geymslu í Undralandi. Skyldist að þetta væri gamall byssukassi, hann er nú kominn inn með öllu hina hvíta dótinu í Undralandi 


Monday, January 7, 2013

Matur

Er með mat á heilanum. Við borðuðum út jólin um helgina, vöfflukaffi með góðu fólki á laugardaginn og svo 13damatur í hádeginu á sunnudaginn. Alger dásemd, mér finnst nefnilega ógeð gaman að brasast í eldhúsinu þegar ég hef nógan tíma, brasast allskonar. 

Eiki & Kráka pikkuðu mig upp í gönguferðinni sinni í dag, það var dásamlega frábært að sjá gebbu klikk og eiginmanninn skoppast yfir bílastæðið þegar ég kom út úr vinnunni :) alveg hamingjusöm í hjartanu yfir þessu.

Svo fór ég og skemmti mér við kvöldmatargerð. 

í kvöld ætla ég að skemmta mér við að lesa uppskriftabækur... NÖRDALEGT ég veit, en mér finnst þetta í alvöru mjög gaman

Annars þá varð ég að koma því frá mér að ég þoli ekki biturleika. Mér finnst fyndið þegar fólk tekur biturleika upp sem lífstíl í gríni. En fólk sem er í alvöru biturt á ég bara svakalega erfitt með að þola, hvern langar að burðast með biturleika allt lífið.

Mér er eiginlega sama hvort það eru stórir eða litlir hlutir, ekki vera bitur. Það er hægt að vinna úr hlutunum, nýta sér þá til góðs, læra eh af þeim og skilja biturleikann eftir, bara ef þú druslast til að nenna því. 

Saturday, January 5, 2013

Aftur til rútínunnar

Ehemm já, mér gengur það einmitt svo klikk vel, átti í einstökum erfiðleikum með að koma mér á lappir þessa tvo vinnudaga sem búnir eru af árinu. En hef svosem ca 11 vinnuvikur fram að næsta fríi til að koma þessu í samt lag. 

Er ehveginn enn að reyna að finna út úr áramótaheitunum fyrir árið. Specific atriðunum sumsé. Höfuðmarkmiðið er að vera besta útgáfan af mér á hverjum degi, en það hefur verið efst í huga í mjög mörg ár þannig að það er svosem ekkert nýtt. 

Í desember setti ég mér eitt markmið. Vera dugleg :) þetta var ekki týbískt markmið prófessional "markmiðasetjara" - en þetta virkaði prýðisvel fyrir mig. 

En núna er vöfflukaffi eftir smástund svo ég ætla að baka eitthvað áður en gestirnir koma ...