Saturday, December 29, 2012

Jólabækurnar

Heyrði í systur minni á Hólmavík áðan, það er svosem ekkert spennandi akkúrat núna að vera að þeysast norður á Strandir.  Væri reyndar bara ekkert hægt í dag þar sem það er allt ófært en mér skildist á henni að það væri nú frekar vegna veðurs en ekki vegna þess að það sé svo mikill snjór. En ætli við látum þetta ekki ráðast bara á morgun, ef þetta lítur vel út, þá hoppa í 66°flísheildress, úthverfabomsur og af stað...

Annars er ég búin að lesa nokkrar bækur þessi jólin. Útkall Sonur þinn er á lífi, Gísli á Uppsölum, Ljósmóðirin, Kuldi, Reykjavíkurnætur, Töfraðu fram lífið og BjarnaDísu. Það er ekkert betra en að lesa. Náði mér svo í eina enn þegar ég átti að vera að kaupa í matinn, Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttir - verð að hafa eh að gera þegar ég verð andvaka í nótt.

Nýja árið byrjar svo með trukki, er að reyna að mana mig upp í það í huganum að hlakka klikk mikið til. Það hlýtur að koma. 

Annars er ég búin að komast að því að það hentar mér núll að sofa út. Mér finnst dagurinn bara hafa farið til fjandans...

No comments:

Post a Comment