Wednesday, December 26, 2012

Jóladagarnir

Það er svo gaman að gúbbast um heimilið, þegar bæði eiginmaðurinn & hundurinn sofa. Fæ mér kaffi, kíki í blöðin eða bók. Og þá að jólahugvekju ársins. 

Umburðarlyndi. Það eru ávallt lágmark 2 hliðar á öllum málum, yfirleitt miklu miklu fleiri. Dómharka yfir mönnum og málefnum er gríðarleg. Nú geri ég mig seka um akkúrat þetta :) dæmi fólk sem skrifar misgáfulegar (að mínu mati) athugasemdir á netinu sem kjána. 

Mér bara blöskrar þegar fólk leyfir sér t.d. að segja um stjórnmálamenn að þeir séu helvítis fífl og fávitar. Jah væntanlega fyrir að hafa ekki sömu skoðanir nú eða aðrar forsendur til að mynda sér álit. Þetta fólk á sér flestallt fjölskyldu og því ætti aðgát höfð í ummælum um fólk sem þú þekkir ekki neitt. Og að dæma manneskju út frá því sem hún gerir, já já, meikar alveg sens. En ég hef alveg gert hluti sem ég myndi síður vilja vera dæmd útfrá alla ævi. 

Ég mun fyrr detta niður dauð en að detta í umræðu á netinu yfir fréttum. Í fyrsta lagi veit maður ekki sannleikann þó eh hafi skrifað frétt frá sínu sjónarhorni (það sjónarhorn er enn ein hliðin), áliti mínu get ég bara haldið fyrir mig. 

Allir þessir möguleikar til að tjá sig, facebook, blogg, umræðuvefir osfr.v. - fólk virðist bara hafa mismikið vit til að tjá sig opinberlega, mín ráðlegging er að sleppa því frekar ;)

Segi ég og er búin að starta nýju bloggi hjé hjé.

No comments:

Post a Comment