Saturday, December 29, 2012

Jólabarnið

Ég er að verða að jólagebba, finnst allt þetta stúss bara alveg stórskemmtilegt. Svo hér fyrir neðan gefur að líta breytinguna frá skrautunum þremur og aðventustjaka úr hvítvínsglösum. By the way var skrautið þá iðulega sett upp á þorláksmessu og tekið niður Annan í jólum :) - nú fær þetta að vera fram að Þrettándanum!

Rauð ber í kramarhúsið á ganginum
Hetfieldsi fékk jólaskraut
Jólahjónin hans Eika
Englasöngur á ísskápnum
Síðust tvö jól hefur eiginmaðurinn fengið í skóinn, einn bjór frá hverjum jólasvein :) heppinn !!
Skreytti meira að segja hreindýrshornin fyrir ofan rúmið mitt. Hef aldrei sett upp jólaskraut í svefnherberginu mínu fyrr :)
Á þorláksmessu var 4 í aðventu, þá kveiktum við á fjórða kertinu, eiginmaðurinn horfði á Forrest Gump meðan að ég hlustaði á Bubba syngja
JólaKráku finnst ekkert sérstaklega gaman að fara í föt en lætur sig hafa það einu sinni á ári
Prúðbúin á leiðinni upp í Hafnarfjörð til að halda jólin
Þegar heim var komið á aðfangadagskvöld opnuðum við rauðvínsflöskuna frá Flórens og kveiktum kerti á uppáhaldsjólaskrautinu mínu, þessu fagra Englaspili
Saga Ljós færði okkur skreytingu þegar hún kom í aðventukaffi og græna jólatréið leyndist í jólapakka :)
Þormóður naut fékk líka jólakúlur
Er alvarlega skotin í hreindýrum og elgum, þetta verður væntanlega stórt stórt safn einn daginn
Bakaði svo jólaskraut í eldhúsgluggann
 Og jólatréið okkar :)

No comments:

Post a Comment