Monday, December 31, 2012

Gamlársdagur


Fórum í bíó í gærkveldi og sáum Hobbitann. Elska það þegar öll skilningarvit opnast og maður heyrir eh sem höfðar til manns - fyrir utan hvað voru mörg flott skot í þessari mynd í gær þá var það þessi setning sem fór alveg inn í merg: “Saruman believes it is only great power that can hold evil in check, but that is not what I have found. I found it is the small everyday deeds of ordinary folk that keep the darkness at bay. Small acts of kindness and love. Gandalf”

Er í Reykjavík í fyrsta skipti síðan 2007-2008 um áramót. Það voru tímamótaáramót í lífinu fyrir margra hluta sakir en helst af öllu vil ég vera í Undralandi og Steinadal. Hinsvegar var færðarútlitið ekki gott í gær, og kannske öllu verra að ekki var fyrirhugað að moka 1 janúar en þá þurftum við að vera komin í bæinn. En það er svosem alltaf líka gott að hreyfa til hefðir og vana, þá verður maður ekki jafn fastur í þeim. 

Fyndið samt þegar ég huxa til þess að Kráka hefur aldrei verið í bænum um áramót. Veit ekki hvernig litla veðurhrædda pug-num mun líða þegar sprengingarnar rjúka af stað, en þegar hún var lítil reyndi hún að hoppa ofan í áramótatertu sem var að springa, fannst ljósin heillandi þessari elsku. 

Er búin að hafa það svakalega gott í fríinu mínu 13 daga frí! það verður stuð að koma sér í vinnugírinn ;) en þetta eru nú bara 3 vinnudagar og svo strax aftur helgi. Ég getðetta!

Kveð gamla árið betur á morgun! 2013 var verulega gott ár :)

No comments:

Post a Comment