Sunday, December 23, 2012

Aðventa

Það jafnast ekkert á við að hlusta á fáeinar jólakveðjur á Rás1 svona að morgni Þorláksmessu :) Gerður G Bjarklind er líka með svo sérstaklega fagra rödd.

Var líka að komast að því að ég er búin að koma mér upp fullt af jólahefðum, eiginlega samt aðventuhefðum. Ekki svo að skilja að jólin yrðu "ónýt" ef einhver þeirra dytti uppfyrir. En þegar ég fer að huxa þetta, þá eru þær orðnar allmargar. Til dæmis var haldið heimsmeistaramót í frjálsum piparkökuútskurði nokkur jól í röð.

Aðventuboð, Möndlugrauturinn á aðfangadag, Jólakveðjur á Rás 1 á Þorláksmessu, jólatónleikar, kósí jólamyndakvöld, túlípanar í vasa og fagrar jólagreinar, jólaföndur og  ehveginn finnur maður tíma til að heimsækja fólkið sitt sem maður er kannske ekki of duglegur við alla aðra hluta ársins. 

Það er eitthvað við að fara að sofa á Þorláksmessukvöldi í brakandi hreinum rúmfötum. Ég man vel eftir því þegar ég var lítil, fannst það sérstaklega hátíðlegt. Á aðfangadag kveikjum við á kertum fyrir englavini okkar, huxum fallega til þeirra og spilum fallegt lag handa þeim. Á jóladag er svo ómissandi að horfa á Stiklur með Gísla á Uppsölum.  Bækur, konfekt og kaffi er eh sem fær marga klukkutíma yfir hátíðirnar. Aðfangadagskvöld í Arnarhrauni, gamla árið kvatt í Undralandi og Steinadal, horfa á flugelda af Smáhamrahálsi þar sem sést yfir Hólmavík og Drangsnes.

Í mörg ár (yfir 10 ár) fór ég líka alltaf á Þorláksmessutónleikana hans Bubba. Svo talaði hann mjög mikið um útrásarvíkinga og Glitni og lán eitt árið og það dó bara eitthvað inn í mér - þetta var ekki beint það sem mig langaði að hlusta á sem lokaþátt á aðventunni. Fór með hálfum huga árið á eftir og þá söng hann lagið um feitu stelpuna sem enginn vill elska og biðraðir og bomsur, og var doldið bitur líka. Og eftir það hef ég kosið að fara ekki, sumsé í fyrra og núna. Allt í lagi að vera beittur en ekki bitur. Núna ætla ég bara að stilla á tónleikana í útvarpinu en er ready með playlista með mínum uppáhalds Bubba lögum ef mér líst ekki á :) 

Þetta er svakalega leiðinleg upptalning! En samt er þetta aðventan mín og jólin. Niðurstaðan er sú að mér finnst þetta dásamlegur tími,fannst það líka þegar ég gerði ekkert af þessu hér fyrir ofan og átti 3 skraut og gerði aðventukrans úr hvítvínsglösum :)

Best er samt að finna frið í hjartanu og sátt við Guð & menn

No comments:

Post a Comment