Thursday, January 17, 2013

Bækur Feigð & Húsið









Ég las Svartur á leik þegar hún kom út og hafði nokkuð gaman af henni. Næst reyndi ég við Skipið, gafst upp á henni og Stefáni Mána í leiðinni, ofurnákvæmar lýsingar gerðu ekkert fyrir mig þegar verið var að lýsa klósettferðum. Jæja, svo sagði mér eh að Feigð væri feiknagóð bók svo ég fékk hana lánaða hjá Madda vini mínum. Stutta sagan er sú að ég gleypti hana í mig og öðlaðist nýja trú á Stefáni Mána. 

Doldið skrítið var nýbúin að lesa Ósjálfrátt sem kemur inn á sömu atburði og Feigð en á allt annan hátt og að mínu viti miklu magnaðari hátt. Fór svo og skilaði Feigð og fékk Húsið í staðinn og las hana á örfáum kvöldum. Það er gaman að lesa bækur þar sem maður heldur með og fær óbeit á persónum, maður kíkir hvort eh er undir sófanum og athugar hvort það er örugglega læst þegar maður fer að sofa :) - lestur sem vekur upp tilfinningar í manni. Það er best!


Á Þorláksmessu 1979 kemur upp eldur í húsi á hæð innst í Kollafirði. Sjö ára gamall drengur kemst lífs af úr brunanum en foreldrar hans og tvö yngri systkini farast. Drengurinn er minnislaus en fær martraðir um eld, reyk og ógnvænlegan mann með hamar í hendi. Seint í nóvember 2007 er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Flest bendir til þess að um slys sé að ræða en lögreglumaðurinn er á öðru máli. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins ... 

Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson berst á hverjum degi við fortíðardrauga og feigðin kallar að honum úr öllum áttum. Hann vill gera heiminn örlítið bærilegri, hvað sem það kostar. Því bíður hann fyrir utan fangelsið þar sem út gengur óvinurinn, dópsalinn, steratröllið og undirheimahrottinn Símon Örn Rekoja. Það stefnir í æsispennandi uppgjör milli þeirra þar sem átökin berast milli Reykjavíkur og Vestfjarða.

No comments:

Post a Comment