Tuesday, January 15, 2013

Bækur Ósjálfrátt

Á síðasta ári 2012 þá las ég 81 bók með 26403 blaðsíðum - er með ofurlítið app sem heldur utan um þetta fyrir mig, það sem er kannske verra er að ég man ekki alltaf um hvað bækurnar sem ég les eru um, hef keypt bók og byrjað að lesa þegar mig fór að gruna að ég hefði lesið hana áður. Kláraði hana nú og gaf svo móður minni fyrra eintakið sem ég hafði keypt og lesið hrmfff.

Fyrsta bókin 2013 var Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur. Hún fær bilað fínar umsagnir

Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.
Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.
En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.

Þessi bók náði mér ekki. Mér fannst hún ruglingsleg og hún kallaði ekki á mig, oft les ég bækur sem ég get ekki lagt frá mér en þessi var meira svona "láttu þig hafa það að klára" - alveg fínasta afþreying en fær 2 stjörnur frá mér

No comments:

Post a Comment