Monday, January 7, 2013

Matur

Er með mat á heilanum. Við borðuðum út jólin um helgina, vöfflukaffi með góðu fólki á laugardaginn og svo 13damatur í hádeginu á sunnudaginn. Alger dásemd, mér finnst nefnilega ógeð gaman að brasast í eldhúsinu þegar ég hef nógan tíma, brasast allskonar. 

Eiki & Kráka pikkuðu mig upp í gönguferðinni sinni í dag, það var dásamlega frábært að sjá gebbu klikk og eiginmanninn skoppast yfir bílastæðið þegar ég kom út úr vinnunni :) alveg hamingjusöm í hjartanu yfir þessu.

Svo fór ég og skemmti mér við kvöldmatargerð. 

í kvöld ætla ég að skemmta mér við að lesa uppskriftabækur... NÖRDALEGT ég veit, en mér finnst þetta í alvöru mjög gaman

Annars þá varð ég að koma því frá mér að ég þoli ekki biturleika. Mér finnst fyndið þegar fólk tekur biturleika upp sem lífstíl í gríni. En fólk sem er í alvöru biturt á ég bara svakalega erfitt með að þola, hvern langar að burðast með biturleika allt lífið.

Mér er eiginlega sama hvort það eru stórir eða litlir hlutir, ekki vera bitur. Það er hægt að vinna úr hlutunum, nýta sér þá til góðs, læra eh af þeim og skilja biturleikann eftir, bara ef þú druslast til að nenna því. 

No comments:

Post a Comment