Sunday, January 13, 2013

Heimarómantík

Mér hefur alltaf fundist gaman að græja allskonar heima hjá mér, gera upp gömul húsgögn, raða og endurraða dóti, og ehveginn að dundast í eh svona. Frá því að gera við gamla styttu upp í að skipta um glugga. Mér finnst þetta og allt þarna á milli skemmtilegt. Maður eignast svo mikið í hlutunum þannig. Ætla að setja nokkrar myndir frá árinu 2012 af heimilunum mínum, Undralandi & E7 - verkefni sem ég er sérlega ánægð með, en það er þema. Hvíttunarþemað ógurlega

Gamli ryðbrúni kertastjakinn varð hvítur
 Svörtu kertalugtirnar hans Eika fengu að kenna á því
 Lugtirnar og stjakinn. Gamla brúna borðið í eldhúsinu og forljóti rafmagnsskápurinn fengu líka yfirhalningu
 Gömlu bláu könnurnar, rauða sigtið og græna og brúna skjalataskan - Allt hvítt
 Ljóta brúna dádýrið alveg gullfallegt hvítt
Brúna útidyrahurðin í Undralandi fékk að kenna á því. Grái liturinn í kringum hurðina er liturinn sem húsið fær í sumar ;)
Hér er svo borðstofuborð sem við fengum á 15 þúsund á barnalandi, dökk dökkbrúnt en orðið hvítt og fagurt. Huxa reyndar að það endi með að ég læt sprautulakka borðplötuna, það mæðir svo mikið á henni lakkið er ekki alveg að gera sig.
Nýtt borð kallaði á nýja stóla, við fundum 6 stk af þessum hér fyrir neðan á barnalandi sem fengust fyrir 15 þúsund allir saman. Fór í Listadún Marco og keypti svamp í sessurnar og Godda og keypti hvítt áklæði til að yfirdekka þá 
 Hér er svo búið að græja stóla og borð - sérstaklega fagurt (að mínu mati amk)
 
Þessi fallegi stóll flutti inn til okkar. Mig langar helst að láta bólstra hann með sama áklæði, mér finnst það fallegra og fallegra með hverjum deginum, það þarf hinsvegar að laga sessuna og gefa honum smá aðhlynningu en fallegur er hann.
Það er næstum því fáránlegt hvað nýjar höldur geta gert. Skipti um höldur á stóra borðstofuskápnum, það voru brún blóm en ég fann þessar höldur í eh gramsi. Hjartað og Uglan komu heim með mér frá London þegar við vorum á leiðinni heim frá Ítalíu í haust.
Finnst þessi bananastandur stórkostlega flottur, og það er rétt að bananar endast betur upphangandi en liggjandi í körfu ....fann hann hér
Fallegi litli kjóllinn sem ég keypti í Frúnni í Hamborg á Akureyri
Síðast er svo þessi kassi sem var svartur en lenti í hvíta kastinu mínu í sumar. Hann fékk ég á sölu varnarliðseigna fyrir mjög mörgum árum en hann er bara búinn að liggja út í geymslu í Undralandi. Skyldist að þetta væri gamall byssukassi, hann er nú kominn inn með öllu hina hvíta dótinu í Undralandi 


No comments:

Post a Comment