Monday, March 25, 2013

Gísli Guðjónsson

Þessi maður er stórmerkilegur

Las fyrir mörgum árum bók um hann "Réttarsálfræðingurinn" Hann hefur sérhæft sig í fölskum og óáræðanlegum játningum. Vinnur líka að meðferð geðsjúkra. 

Hann er búinn að koma að mjög mörgum þekktum dómsmálum. Hann til dæmis kom að máli fjórmenningana frá Guildford og sexmenningana frá Birmingham. Mál sem tengdust hryðjuverkaárásum á Bretlandi á 8 áratugnum. Borgaraóeirðir geisuðu á Norður Írlandi þar sem tókust á þjóðernissinnar og sambandssinnar og viðkvæmt pólitískt ástand. Írski lýðveldisherinn ákvað að sýna andúð sína á breskum yfirvöldum og sprengdu sprengjur út um allt m.a. á tveimur krám í Guildford og síðan í Birmingham á stuttum tíma árið 1974. 

Það voru tíu einstaklingar handteknir fyrir þessar árásir, ákærðir og sakfelldir. Í yfirheyrslum játuðu 8 af þessum aðilum en drógu síðan játningar sínar tilbaka. Þessir aðilar voru taldir meðlimir í Írska lýðveldishernum án þess að sannanir væru fyrir því. Meira en áratug eftir þetta voru dómarnir ógiltir fyrir í hæstarétti og þessir dómar taldir með verstu réttarmorðum í sögu Bretlands. 

Allavega þá vann Gísli við annan mann að þessum málum í hátt í fjögur ár og sú vinna þeirra varð til þess að mál þessara einstaklinga var tekið upp og þeir sýknaðir eftir að hafa setið meira en áratug í fangelsi saklausir

Allskonar merkilegar uppgötvanir sem þeir gerðu við þessar rannsóknir um sefnæmi og undanlátssemi einstaklinga, stór munur á persónuleika þeirra sem játuðu og hinna sem ekki játuðu.

BS verkefnið hans sem fjallaði um Breiðuvík, afbrotaheimili fyrir unglinga. 

Það vakti áhuga hans að sagan sagði að þessi stofnun næði mjög góðum árangri því flestir þeirra drengja sem þangað færu stæðu sig vel eftir að hafa dvalið þar. Hann ákvað að rannsaka þetta og athuga hvort það væri rétt að stofnunin næði svona góðum árangri í raun og veru og hver væri skýringin á velgengninni. Breiðavík var huxað sem fjölskylduheimili og átti að vera vistunarstaður fyrir stráka sem höfðu þörf fyrir umsjón og vernd, meðal annars vegna hvanrækslu foreldra, lélegrar mætingar í skóla og andfélagslegrar hegðunar. “vandræðaunglingar” 

 Úrtakið sem hann notaði í verkefninu sínu samanstóð af 71 drengjum sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sendi til Breiðuvíkur á árunum 1953-1970. Rannsóknarefnið var að skoða hversu hátt hlutfall þessara drengja hefði framið afbrot eftir að hafa útskrifast frá Breiðavík og meta hversu alvarlega brotin væru, og greina hvaða þættir tengdust afbrotahneigð eftir meðferð. 

Niðurstöður rannsóknar hans var alls ekki í samræmi við það sem sagan sagði um góðan árangur þar sem í ljós kom að 70% úrtaksins framdi alvarleg afbrot eftir að hafa útskrifast frá Breiðuvík. Þannig að þessi góði árangur sem talað var um var bara tilfinning sem átti ekki við nein rök að styðjast. Félagsmálastofnun sýndi niðurstöðunni sem birtust í lokaritgerð Gísla 1975 mikinn áhuga og fáeinum árum eftir það var heimilinu lokað. 

Þáverandi yfirmaður félagsmálastofnunar bað um að varlega yrði farið með skýrsluna og skýrslan því stimpluð sem trúnaðarmál. 

Við vitum núna, hvað gerðist allmörgum árum síðar ...

No comments:

Post a Comment