Sunday, February 10, 2013

Bækur

Eiginmaðurinn kom heim með bók handa mér á laugardaginn. Það var reyndar bók sem ég las í Ítalíuferðinni okkar. Ég skottaðist í Eymundsson og fann mér aðra spennandi bók, en hér eru sumsé bækurnar sem ég er búin að lesa síðan síðast. Er síðan að þrælast í gegnum Game of thrones, ég er bara lengur að lesa þær bækur en margar aðrar. Veit ekki alveg afhverju, kannske er það bara stóra lestrargleraugnamálið hjé hjé.

Morgnar í Jenín er skyldulesning. Þetta er svakalega erfið saga, og maður getur ekki ímyndað sér og ekkert nema reynt að skilja. En það er held ég ekki hægt, þú ert frost að innan ef þessi bók hreyfir ekki við þér. Eldvitnið, fyrsta bók Keplers er sú allra besta, Dávaldurinn, þessi er þó betri en bók númer tvö, það er líka bara eh svalt við finnska rannsóknarlögreglumanninn. Er að fílann, en ehveginn ekkert mikið meira, þetta er bara fínasta afþreying. Þrettán ástæður, bara afþreying, ekkert spes. Rof las ég í einum rykk (meðmæli, þegar maður getur ekki hætt), það er eh heillandi við eyðibýli, það er eh heillandi við íslenskar aðstæður og ég fíla þennan rithöfund.

Það er bara ógeðslega sjaldan sem ég les bækur sem hreyfa almennilega við mér, man þó bara eftir einni bók sem ég hef lagt frá mér ókláraða. Það var Bókaþjófurinn sem af eh ástæðum mér fannst afspyrnuleiðinleg. Er samt að huxa um að reyna við hana aftur. 


Við stofnun Ísraelsríkis 1948 er palestínsk fjölskylda hrakin úr þorpinu þar sem ættin hefur búið öldum saman og í kjölfarið finnur hún sér hæli í flóttamannabúðunum í Jenín. Á leiðinni hverfur eitt barnanna, ungur drengur sem elst upp í gyðingdómi, en bróðir hans fórnar öllu fyrir málstað Palestínumanna. Systirin Amal flyst til Bandaríkjanna en snýr aftur og kynnist ást, missi og hefndarþorsta. Saga fjölskyldunnar er saga palestínsku þjóðarinnar, flóttamanna í sextíu ár – einlæg og mannleg frásögn sem oft hefur verið líkt við Flugdrekahlauparann.


Á stúlknaheimili norður af Sundsvall í Svíþjóð gerast voveiflegir atburðir. Á dimmu haustkvöldi finnst ein stúlknanna myrt og skömmu síðar gæslukona. Lík ungu stúlkunnar er í undarlegri stellingu: með hendurnar fyrir andlitinu.
Engin vitni voru að voðaverkunum en nokkrum dögum eftir að þau eru framin hringir kona í Stokkhólmi í lögregluna og segist geta veitt upplýsingar – gegn gjaldi. Í þetta skipti er lögregluforinginn Joona Linna nánast ráðþrota. Hvaða öfl eru þarna að verki?




Þegar Clay Jensen kemur heim úr skólanum bíður hans óvænt sending: skókassi, fullur af gamaldags kassettum. Þegar Clay finnur loksins tæki til að spila þær í heyrir hann rödd sem hann þekkir, rödd Hönnu Baker, bekkjarsystur hans sem hann er búinn að vera skotinn í síðan hann sá hana fyrst … og sem er nýbúin að fremja sjálfsvíg. Á spólunum gefur Hanna þrettán ástæður fyrir því sem hún gerði – nefnir þrettán manneskjur sem höfðu áhrif á ákvörðun hennar – og úr því að Clay fékk þær sendar kemur hann þar við sögu. En hvað í veröldinni hefur hann gert sem ýtti Hönnu fram af brúninni? Eina leiðin til að komast að því er að hlusta. Fram undan er löng og erfið nótt sem breytir Clay til frambúðar.


Árið 1955 flytja tvenn ung hjón í afskekktan eyðifjörð. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Ari Þór lögreglumaður á Siglufirði reynir að fá botn í þetta dularfulla mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Og í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni.




No comments:

Post a Comment