Saturday, February 16, 2013

Steiktir grænir tómatar ?

Tengdamóðir mín ber alltaf á borð um jólin dásamlega græna tómata. Fékk hjá henni uppskriftina og ákvað að prófa sjálf :) enda er ég martha stewart inn við beinið. Þetta er furðulega lítið mál og ég skemmti mér konunglega við þetta. 

Hefði reyndar sennilega átt að fara sjálf í Frú Laugu sem er eina búðin sem grænir tómatar fást amk á þessum árstíma. Ástæðan: eiginmaðurinn kom heim með nærri 4 kg og nú fær hann að gjalda þess. Fær í matinn steikta græna tómata og svo fann ég uppskrift að Grænni tómatasúpu á þessari yfirgirnilegu uppskriftasíðu. Því þetta var heldur meira en mig vantaði ef satt skal segja heheheh !





Núna eru litlu tómatarnir allsberir í þessum krukkum og bíða í 4-6 vikur eftir að verða meðlæti :)

No comments:

Post a Comment